Saga BL

2018

1954

Árið 2012 sameinast rekstur B&L og Ingvars Helgasonar ehf í nýtt félag, BL.

Skoða sögu BL

B&L

Í kjölfar viðskiptasamnings við Sovétríkin var fyrirtækið Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. (B&L) stofnað af Guðmundi Gíslasyni. Fyrstu bílarnir sem hið nýja fyrirtæki flutti inn frá Sovétríkjunum voru 100 stykki af Pobedu. Í kjölfarið komu svo Moskvíts, Rússajeppinn og Volga.

1954

BRAUTARHOLTI 20

1956

Ingvar Helgason hf.

Fyrirtækið Ingvar Helgason hf. var stofnað af hjónunum Ingvari Helgasyni og Sigríði Guðmundsdóttur árið 1956 og markast stofnun fyrirtækisins af ráðningu fyrsta launaða starfsmannsins. Fyrirtækið, sem fyrstu árin gekk undir nafninu Bjarkey hf., stundaði innflutning og heildsölu á leikföngum og gjafavöru.

1962

Ingvar Helgason hf.

Ingvar Helgason hf. hóf innflutning á bifreiðum frá AusturÞýskalandi árið 1962. Í upphafi var aðeins um að ræða Trabant en seinna meir var einnig fluttur inn Wartburg frá Austur-Þýskalandi.

Lesa grein á timarit.is

B&L

Fagnar 10 ára afmæli og flytur á Suðurlandsbraut 14

Lesa grein á timarit.is

1964

1971

Ingvar Helgason hf.

Ingvar Helgason hf. hóf innflutning á Nissan bifreiðum árið 1971, sem söluaðili danska Nissan umboðsins (þá Datsun).

Lesa grein á timarit.is

B&L

Ladan kemur til sögunnar hjá B&L. Hagstætt verð á þessum bílum gerði almenningi mögulegt að eignast nýjan bíl á þessum árum og var hluti vinsælda þeirra. Allt fram til ársins 1992 seldi B&L aðallega Ladabifreiðar og jukust vinsældir þeirra jafnt og þétt.

Lesa grein á timarit.is

1974

1976

Ingvar Helgason hf.

Árið 1976 hóf Ingvar Helgason ehf. samstarf við Fuji Heavy Induesties Ltd., framleiðanda Subaru bifreiða og voru fyrstu bílarnir fluttir inn síðla sama ár. Subaru bílarnir urðu fljótt vinsælir á Íslandi enda fyrstu fjórhjóladrifnu fólksbílarnir sem buðust á markaðnum

Lesa grein á timarit.is

1980

Ingvar Helgason hf.

Er hér var komið sögu var Ingvar Helgason hf. löngu búið að sprengja utan af sér húsnæðið að Vonarlandi við Sogaveg og keypt var húsnæði Efnablöndunnar að Rauðagerði 27 og reistur sýningarsalur fyrir nýja bíla neðar á sömu lóð.

1982

Ingvar Helgason hf.

Ingvar Helgason hf. gerist sjálfstæður umboðsaðili Nissan á Íslandi og innflutningur á Nissan bílum hefst beint frá Japan.

Lesa grein á timarit.is

B&L

Þetta ári fékk B&L einkasöluumboð fyrir Arctic Cat vélsleða frá Bandaríkjunum en þeir höfðu þá þegar getið sér inn gott orð fyrir nýjungar og velgengni á markaði.

Lesa grein á timarit.is

1985

B&L

Lada verður söluhæsti bíll landsins. Árið 1986 voru gjöld lækkuð af nýjum bílum og bílasala tekur verulegan kipp, sem dæmi má nefna að á árinu seldust um 2.500 bílar og árið eftir um 2.800 bílar. Jafngilti þetta því að um 1% þjóðarinnar hefði keypt Lada bifreið á þessum árum

Lesa grein á timarit.is

1986

1988

B&L

Opnar nýjan sýningarsal fyrir Lada í Ármúla

Lesa grein á timarit.is

Ingvar Helgason hf.

Innflutningur á Trabant og Wartburg hættir. Hafist handa við byggingu Sævarhöfða

1989

Ingvar Helgason hf.

Ingvar Helgason hf. flytur starfsemi sína að Sævarhöfða 2 í apríl 1989, réttu ári eftir að framkvæmdir við bygginguna hófust.

Lesa grein á timarit.is

B&L

B&L kynnir til sögunnar nýja tegund af bifreiðum frá Hyundai í Suður Kóreu. Hyundai bílarnir féllu vel að því markmiði fyrirtækisins að allir ættu að geta eignast nýjan bíl og tóku markaðinn með trompi. Þeir ruku beint upp í 4. sætið yfir mest seldu bíla ársins og var markaðshlutdeild þeirra um 8%.

Lesa grein á timarit.is

1992

1993

Ingvar Helgason hf.

Í ársbyrjun 1993 festi Ingvar Helgason hf. kaup á rekstri bifreiða- og véladeildar Jötuns hf. Í kringum bifreiðainnflutninginn varstofnað nýtt fyrirtæki, Bílheimar ehf., sem annaðist innflutning og sölu á GM – Opel og Isuzu bifreiðum.

Lesa grein á timarit.is

1995

B&L

B&L kemst að samkomulagi við Bílaumboðið hf. að taka við umboði BMW og Renault. Með í samningunum fylgir umboð fyrir Rover sem BMW eignaðist meirihluta í árið 1994

Lesa grein á timarit.is

Ingvar Helgason hf.

Á árinu hafa miklar hræringar verið í bílgreininni. Globus hf. ákveður að hætta sölu bíla. þar af leiðandi bætist Saab í flóru þeirra tegunda sem Bílheimar ehf. flutti inn

Lesa grein á timarit.is

B&L

Söluumboð fyrir Land Rover bætist í hópinn hjá B&L. Sala á Land Rover jeppum hafði þá legið niðri í 7-8 ár.

Lesa grein á timarit.is

1996

B&L

Lengst af var B&L til húsa að Suðurlandsbraut 14 og í Ármúla 13. En eftir því sem umboðum fjölgaði þrengdist að rekstrinum í þessum húsakosti og 1. maí 1998 var fyrsta skóflustungan tekin af nýjum höfuðstöðvum B&L að Grjóthálsi 1.

Lesa grein á timarit.is

1998

B&L

2. október, á innan við ári flytur B&L inn í ný reist 7500 m2 glæsilegt húsnæði á 14.000 m2 lóð. Nýja húsið hýsti söludeildir nýrra bíla, fjármáladeild, þjónustudeild, markaðsdeild, verslun og Bílaland sem er söldudeild notaðra bíla. Sprautuverkstæði og standsetning fyrir nýja bíla var til húsa að Viðarhöfða 4.

Lesa grein á timarit.is

1998

2001

Ingvar Helgason hf.

Markaðshlutdeild Ingvars Helgasonar hf. og Bílheima ehf. á fólksbílamarkaðnum nær sögulegu hámarki eða 26,5%

Lesa grein á timarit.is

2004

Ingvar Helgason hf.

Fjölskylda Ingvars Helgasonar selur hópi fjárfesta allt hlutafé í fyrirtækjunum tveimur, Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. Véladeild fyrirtækisins rennur inn í fyrirtækið Jötunn-vélar ehf. á Selfossi og við það eignast Ingvar Helgason hf. hlut í félaginu. Rekstri félagsins er breytt í einkahlutafélag og fyrirtækin tvö sameinuð undir nafninu Ingvar Helgason ehf.

Lesa grein á timarit.is

2005

Ingvar Helgason hf.

Ráðist var í viðamiklar breytingar á húsnæði Ingvars Helgasonar ehf. við Sævarhöfða. Sýningarsalir sameinaðir, stækkaðir og þeim gjörbreytt. Voru nýju salarkynnin formlega opnuð í júlí 2005 og í framhaldinu var ráðist í enn frekari breytingar á húsnæðinu, m.a. að þrefalda stærð bifreiðaverkstæðisins auk ýmissa annarra breytinga og lagfæringa.

2007

Ingvar Helgason hf.

Verkstæði Ingvars Helgasonar ehf. tilbúið eftir viðamiklar breytingar og er nú eitt það glæsilegasta á landinu. Nú eru allar bílgerðir Ingvars Helgasonar ehf. þjónustaðar á Sævarhöfðanum. Fjölskylda Guðmundar Gíslasonar selur B&L ehf. til eigenda Ingvars Helgasonar ehf.

2009

Ingvars Helgason og B&L

B&L ehf. flytur alla starfsemi sína frá Grjóthálsi í húsnæði Ingvars Helgasonar að Sævarhöfða 2. Þetta var ein af mörgum hagræðingaraðgerðum sem farið var í vegna kreppunnar sem kom mjög harkalega niður á íslenska bílamarkaðinum. Arctic Cat umboðið fer frá félaginu.

Lesa grein á timarit.is

2011

Ingvars Helgason og B&L

Eftir fjárhagslega endurskipulagningu Ingvars Helgasonar og B&L eignast Miðengi (dótturfélag Íslandsbanka), SP-fjármögnun og Lýsing félögin.

Lesa grein á timarit.is

BL

Í júlí er opnaður Opel sýningarsalur í Ármúla og í september er öll starfsemi Hyundai flutt í Kauptún í Garðabæ.

BL

Í september er kynnt til sögunnar nýtt umboð, Dacia, sem er samstarfsverkefni Renault/Nissan samsteypunnar og rúmönsku bílaverksmiðjunnar Pitesti Romania.

Lesa grein á timarit.is

Dacia

BL hættir sölu OPEL

Bílabúð Benna tók við Opel á Íslandiásamt allri þjónustu við Opel viðskiptavini.

Lesa grein á timarit.is

2014

2018

Höfuðstöðvar Jaguar Land Rover vígðar

BL opnar nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrir merki Jaguar Land Rover við Hestháls 6-8 í Reykjavík og var fjölmenni gesta á fyrsta formlega opnunardeginum laugardaginn 17. mars.

Lesa grein á BL.is
LOKA